Staðreynd að fólk deyr á biðlist­um

asi
asiMikið álag hef­ur verið á Land­spít­al­an­um. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Stífla í starf­semi Land­spít­al­ans veld­ur áhyggj­um for­svars­manna Hjarta­heilla og Fé­lags eldri borg­ara í Reykja­vík og ná­grenni. Álag hef­ur auk­ist á bráðamót­tök­unni og mik­il þörf er á frek­ari úr­bót­um fyr­ir sjúk­linga sem geta út­skrif­ast en kom­ast ekki af Land­spít­al­an­um, þar sem önn­ur úrræði standa ekki til boða.
Biðtími í hjartaþræðing­ar er mikið áhyggju­efni, enda veita niður­stöður slíkra rann­sókna fyrstu vís­bend­ing­ar um hvort viðkom­andi sé al­var­lega veik­ur eða ekki. Morg­un­blaðið greindi frá því í síðustu viku að þeim sem biðu leng­ur en 90 daga eft­ir hjarta- og/​eða kran­sæðamynda­töku hefði fjölgað tals­vert frá því í júní, eða um 34%.
„Ef biðlist­ar fara aft­ur að mynd­ast líst mér ekki á stöðuna. Það er staðreynd að ákveðnar pró­sent­ur sjúk­linga deyja á biðlist­um. Það eru alþjóðleg­ar töl­ur og við erum ekk­ert und­an­skil­in með það,“seg­ir  Sveinn Guðmunds­son, formaður Hjarta­heilla – Lands­sam­taka hjarta­sjúk­linga, í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Fengið af vef mbl.is 22/11 2016

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *