„Heilsugæslan í sárum“

fr 20161216 052427 1
fr 20161216 052427 1

Heilsugæslan hefur liðið fyrir langvarandi undirfjármögnun og stjórnunarvanda, segir Þórarinn Ingólfsson‚ formaður Félags íslenskra heimilislækna. Megin rekstrarmarkmið stærstu heilbrigðisstofnana sem reka heilsugæslu hafi verið að skila stofnunum réttum megin við fjárheimildir. Til viðbótar þessu hafi komið átakanlegur niðurskurður árið 2008 sem þjónustan hafi liðið fyrir, skrifar Þórarinn.

Þórarinn skrifar í grein í Læknablaðinu að heilsugæsla á landsbyggðinni standi veikt og er læknisþjónustan sé víða rekin með aðstoð afleysara í verktöku. „Slíkt er ekki boðlegt. Fórnarkostnaðurinn við að skila hallalausum rekstri hefur verið heilsugæsla í sárum sem ekki nær að sinna hlutverki sínu og starfsánægja í lágmarki,“ skrifar Þórarinn.

 

Til samanburðar megi nefna að heilsugæslan í Svíþjóð fái fjörutíu prósentum meira fjármagn en heilsugæslan hér og þó sé skólaheilsugæsla og mæðravernd ekki inni í sænska fjármögnunarlíkaninu sem til standi að innleiða hér.

 

Þórarinn skrifar ennfremur: „Ljóst er að heilsugæslan á Íslandi er verulega undirmönnuð, sérstaklega af læknum. Í sérnámi hérlendis hafa verið 30-40 námslæknar undanfarið og 4-9 útskrifast að jafnaði á ári. Ef við miðum okkur við Svía ættu hér að vera 80 sérnámslæknar og þrír kennslustjórar fjármagnaðir af velferðarráðuneyti. Hér þarf að bæta verulega í.“

05.01.2017 fengið af vef RÚV

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *