Klæðumst RAUÐU föstudaginn 3 febrúar!

KLÆÐUMST RAUÐU2017

KLÆÐUMST RAUÐU2017

Febrúar er hjartamánuðurinn og við fögnum honum. Árið 2009 fór Ísland í samstarf með alþjóða hjartasamtökunum og GoRed verkefninu með megináherslu á konur og hjartasjúkdóma. Verkefnið hefur síðan þróast hjá okkur í gegnum árin og að þessu sinni er allur mánuðurinn undir, efnið óháð kyni og aldri því hjartaheilsa varðar alla. Rauði dagurinn okkar að þessu sinni er föstudagur 3. febrúar n.k. Við hvetjum alla til að sýna lit og mæta í rauðu þann dag. 

Nokkrar byggingar verða lýstar rauðar í tilefni af hjartamánuðinum: Landspítali, Háskóli Íslands, Rafveitustöðin í Elliðaárdal og Harpa. 

Mánuðurinn skiptist niður í fjögur efni 
Fyrsta vika:        Konur og hjartasjúkdómar 
Önnur vika:        Hjartagallar 
Þriðja vika:        Heilaæðasjúkdómar 
Fjórða vika:        Forvarnir. 

Fjallað verður um þessi efni í mismunandi fjölmiðlum allan mánuðinn og félögin sem standa að átakinu munu einnig kynna sig og starfsemi sína. 

Við  hvetjum ykkur til þess að setja inn myndir af ykkur á facebook síðu okkar:

https://www.facebook.com/hjartaheill/ og eða https://www.facebook.com/Go-Red-%C3%8Dsland-314666780026/?hc_ref=SEARCH& eða á twitter https://twitter.com/Hjartasamtok og eða @gorediceland undir myllumerkinu #hjartaðmitt

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *