Þar sem bert hjartað slær

Tómarg

Tómarg

„Sjáiði! Þetta er auðvitað fal­leg­asta líf­færið. Um það verður ekki deilt,“ seg­ir Tóm­as Guðbjarts­son hjartask­urðlækn­ir og gef­ur okk­ur merki um að gægj­ast niður í brjóst sjúk­lings­ins á skurðar­borðinu. Goll­urs­húsið hef­ur verið opnað og sjálft hjartað blas­ir við; slær ber­skjaldað í þétt­um takti, eins og stofu­klukk­an í Brekku­kots­ann­ál sem sagði sæll­ar minn­ing­ar „eilíbbð, eilíbbð“. Ekki svo að skilja að til­gang­ur­inn sé að færa sjúk­lingn­um ei­líft líf en gangi allt að ósk­um munu lífs­lík­ur hans aukast um­tals­vert. Kran­sæðarn­ar voru nefni­lega orðnar veru­lega stíflaðar og án inn­grips í formi kran­sæðahjá­v­eituaðgerðar væri hann í bráðri lífs­hættu.

„Við skurðlækn­ar erum auðvitað alltaf að met­ast og ég segi gjarn­an við ristil- og þvag­færa­sk­urðlækn­ana að það að krukka í hjörtu sé eins og að vera flug­stjóri hjá Austri­an Air­lines og hafa Alp­ana fyr­ir aug­un­um á hverj­um degi,“ held­ur Tóm­as áfram. 
Já, því er mis­skipt, út­sýni sér­grein­anna, nú eða stétt­anna yfir höfuð!

Gautur og eiginkona hans, Anna A. Ingvadóttir, heima í Ólafsvík ...
Gaut­ur og eig­in­kona hans, Anna A. Ingva­dótt­ir, heima í Ólafs­vík þrem­ur vik­um eft­ir aðgerð. RAX

Hálfri ann­arri klukku­stund áður ligg­ur sjúk­ling­ur­inn til­bú­inn á skurðar­borðinu á skurðstofu 5 á Land­spít­al­an­um. Hann hef­ur verið svæfður og bíður þess æðru­laus er verða vill. Aðgerðart­eymið er að koma sér fyr­ir, hver hlekk­ur hef­ur sínu hlut­verki að gegna í keðjunni. Frammi á gangi eru hjartask­urðlækn­arn­ir Tóm­as Guðbjarts­son og nafni hans Tóm­as Þór Kristjáns­son að þvo sér vel og vand­lega með sótt­hreins­andi sápu. Framund­an er opin hjartaaðgerð, nán­ar til­tekið kran­sæðahjá­v­eituaðgerð, og í slík­um aðgerðum eru skurðlækn­arn­ir alltaf tveir. Kran­sæðahjá­v­eituaðgerð er mun flókn­ari aðgerð en kran­sæðavíkk­un, sem oft dug­ar til, en ekki ef þrengsl­in eru í helstu kran­sæðagrein­um eða þegar kran­sæðar eru al­veg stíflaðar. Og þótt opin hjartaaðgerð sé mun um­fangs­meiri en kran­sæðavíkk­un þá er ár­ang­ur­inn til lengri tíma alla jafna betri. Bat­inn er var­an­legri og minni lík­ur á að sjúk­ling­ur­inn þurfi að koma aft­ur á sjúkra­hús vegna hjarta­vanda­mála.

Frá aðgerðinni á Landspítalanum.
Frá aðgerðinni á Land­spít­al­an­um. RAX

Lækn­arn­ir eru færðir í þar til gerða sloppa, setja á sig tvö­falda gúmmí­hanska og bera grímu fyr­ir vit­um. Allt er í mann­legu valdi gert til að draga úr hættu á sýk­ingu. Skurðlækn­arn­ir bera sér­stök gler­augu með stækk­un­ar­glerj­um sem gera þeim kleift að sjá bet­ur smæstu kran­sæðar. Ekki veit­ir af, sumt sem býr í brjóst­inu er svo smátt að það blas­ir ekki við beru aug­anu. 
Þegar skurðlækn­arn­ir hafa komið sér fyr­ir er gátlist­inn dreg­inn fram; hver er sjúk­ling­ur­inn, hvað amar að hon­um, hvaða aðgerð á að fram­kvæma og þar fram eft­ir göt­un­um. Sjálfsagt ekk­ert ólíkt því sem á sér stað í flug­stjórn­ar­klefa breiðþotu fyr­ir flug­tak. Allt stemm­ir og Tóm­as Guðbjarts­son tek­ur af skarið: „Jæja, þá hefj­umst við handa!“

Hjartaskurðlæknarnir Tómas Þór Kristjánsson og Tómas Guðbjartsson að störfum.
Hjartask­urðlækn­arn­ir Tóm­as Þór Kristjáns­son og Tóm­as Guðbjarts­son að störf­um.RAX

Nán­ar um aðgerðina í máli og mynd­um í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins 3 feb. en sjúk­ling­ur­inn, Gaut­ur Han­sen frá Ólafs­vík, hafði bæði fyr­ir og eft­ir aðgerðina góðfús­lega samþykkt að segja les­end­um sögu sína.

Aðgerðin heppnaðist ljóm­andi vel og nú, nokkr­um vik­um síðar, er Gaut­ur á góðum bata­vegi. Skamm­ur aðdrag­andi var að veik­ind­un­um en Gaut­ur var hætt kom­inn á ferðalagi í Þýskalandi með stífl­ur í þrem­ur helstu kran­sæðum. Við kom­una heim var hann drif­inn beint í aðgerð.

Gaut­ur viður­kenn­ir að dauðinn hafi komið upp í hug­ann eft­ir að hann veikt­ist; ekki þó endi­lega í sam­bandi við aðgerðina. „Ég var nokkuð bjart­sýnn á hana eft­ir út­skýr­ing­ar Tóm­as­ar en hugsa meira um það sem hefði getað gerst úti í Þýskalandi. Ég var mun veik­ari en ég gerði mér grein fyr­ir og er hepp­inn að ekki fór verr.“

Skurðlæknarnir nota sérstök gleraugu með stækkunarglerjum við aðgerðir sem þessa.
Skurðlækn­arn­ir nota sér­stök gler­augu með stækk­un­ar­glerj­um við aðgerðir sem þessa. RAX
Fengið af vef mbl.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *