Hreyfiseðill

hreyfing

hreyfing

 

Er hreyfiseðill eitthvað fyrir þig?
Skrifað er upp á hreyfiseðil vegna ákveðinna sjúkdóma eða sjúkdómseinkenna þar sem sýnt hefur verið fram á að hreyfing sé æskilegur og jafnvel bráðnauðsynlegur hluti af meðferð, t.d. sykursýki, þunglyndi, kvíða, háþrýstingi, hjarta og lungnasjúkdómum.

Á öllum heilsugæslustöðvum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er í boði að fá hreyfiseðil. 

Hreyfiseðillinn er meðferðarúrræði við sjúkdómum eða einkennum þeirra sjúkdóma sem vitað er að regluleg hreyfing getur haft umtalsverð áhrif á heilsu og líðan. Teymi heilbrigðisstarfsmanna og/eða læknar meta einkenni og ástand einstaklings, sem er þá vísað til hreyfistjóra.

Sjúkraþjálfarar á heilsugæslustöðvunum sinna störfum hreyfistjóra. Við komu til hreyfistjórans er:

  • Farið í gegnum heilsufarssögu og sjúkdómseinkenni, hreyfivenjur og áhugahvöt einstaklings 
  • Möguleikar og geta til hreyfingar ræddir og metnir í sameiningu 
  • Sett eru fram markmið og útbúin hreyfiáætlun, gjarnan til þriggja eða sex mánaða Hreyfiáætlunin byggir á áhugahvöt og getu ásamt ráðleggingum um magn og ákefð ráðlagrar hreyfingar sem meðferð við sjúkdómi viðkomandi einstaklings.

Einstaklingurinn skráir hreyfingu sína rafrænt og hreyfistjóri fylgist með framvindu og gangi mála, veitir aðhald og hvatingu með símtölum og tölvupóstum

Við lok hreyfiseðilstímabils fær læknir / teymi greinagerð frá hreyfistjóra og þegar einstaklingur mætir næst til læknis / teymis er árangur meðferðarinnar meðal annars metinn út frá ýmsum heilsufarsmælingum. Hreyfiseðilstímabil getur varað í allt að eitt ár.

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *