VILTU GERAST STUÐNINGSFULLTRÚI?

jafningjafræðsla

Um jafningjafræðslu:
Það getur verið hjálplegt að ræða við einhvern sem hefur gengið í gegnum svipaða reynslu og þú ert að ganga í gegnum, einhvern sem hefur þann skilning sem einungis fæst með því að upplifa hlutina sjálfur. Hjartaheill býður upp á jafningjastuðning fyrir fólk sem hefur greinst með hjarta – eða æðasjúkdóm og fyrir aðstandendur. Þeir sem veita stuðninginn eru einstaklingar sem greinst hafa með hjarta og æðasjúkdóm eða eru aðstandendur. Þeir hafa allir lokið stuðningsfulltrúanámskeiði hjá Hjartaheill.

Counselling-Session-Individuals

Hafir þú áhuga á að gerast stuðningsfulltrúi getur þú sótt um með því að smella á linkinn hér að neðan. Eftir að þú hefur fyllt út umsóknina og sent hana inn, munum við  hafa samband við þig. Í framhaldi munum við boða þig í viðtal þar sem þið farið yfir umsóknina og reynslu þína af veikindum. Ef niðurstaða ykkar beggja er sú að þú sért tilbúin(n) til að gerast stuðningsfulltrúi þá er næsta skref að sitja stuðningsfulltrúnámskeið á vegum Hjartaheilla, SÍBS og fleiri félagasamtaka.
Námskeiðið tekur tvö kvöld. Þegar því er lokið getur þú hafið sjálfboðastarf sem stuðningsfulltrúi.
Öllum stuðningsfulltrúum býðst einstaklingshandleiðsla frá Umsjónarmanni námskeiðsins.
Stuðningsfulltrúar sækja fræðslufund/hóphandleiðslu tvisvar á ári.
Hjartaheill borgar námskeiðið fyrir félagsmenn sína.

Skráning á stuðningsfulltrúanámskeiðið

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *