Sjö millj­ón­ir deyja ár­lega vegna tób­aks

tóbak

tóbak

Yfir sjö millj­ón­ir manna lát­ast á ári hverju af völd­um reyk­inga og annarr­ar tób­aksnotk­un­ar, sam­kvæmt nýrri skýrslu Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­ar­inn­ar.

Þar er einnig varað við slæm­um um­hverf­isáhrif­um tób­aks­fram­leiðslu, dreif­ing­ar og förg­un­ar á slík­um vör­um.

Beita þarf harðari aðgerðum til að stemma stigu við tób­aksneyslu, að mati stofn­un­ar­inn­ar. Hvet­ur hún þjóðir heims­ins til að banna reyk­ing­ar á vinnu­stöðum, í al­manna­rým­um inn­an­dyra, að banna markaðssetn­ingu tób­aks og til að hækka verð á síga­rett­um.

„Tób­ak ógn­ar okk­ur öll­um,“ sagði Marga­ret Chan, yf­ir­maður stofn­un­ar­inn­ar, í yf­ir­lýs­ingu.

„Tób­ak eyk­ur fá­tækt, dreg­ur úr efna­hags­legri fram­leiðni, á þátt í slæmu fæðuvali á heim­il­um og meng­ar loft inn­an­húss,“ sagði hún.

„Reykingar drepa,
„Reyk­ing­ar drepa,“ stend­ur á þess­um franska síga­rettupakka. AFP

Í skýrsl­unni, sem var gef­in út í til­efni þess að dag­ur gegn tób­aki verður hald­inn á morg­un, var­ar stofn­un­in við því að dauðsföll vegna reyk­inga og ann­ars tób­aks muni halda áfram að aukast.

Bú­ist er við að einn millj­arður manna lát­ist af völd­um tób­aksnotk­un­ar á þess­ari öld.

„Árið 2030 munu yfir 80% dauðsfall­anna eiga sér stað í þró­un­ar­ríkj­un­um, sem tób­aks­fyr­ir­tæki hafa í aukn­um mæli snúið sér að í von um að kom­ast inn á nýja markaði vegna hertra reglu­gerða í þróuðum ríkj­um.“

Fengið af vef mbl.is

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *