Skimun þjóðhags­lega hag­kvæm

skimun

skimun

Rann­sókn­ir benda til þess að það geti verið þjóðhags­lega hag­kvæmt að skima fyr­ir lungnakrabba­meini hér á landi. Talið er að tæp­lega 10 þúsund ein­stak­ling­ar kæmu til greina fyr­ir slíka skimun hér á landi en tækja­búnaður er til staðar. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu.

Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir og prófessor á skurðsviði Landspítala.
Tóm­as Guðbjarts­son, yf­ir­lækn­ir og pró­fess­or á skurðsviði Land­spít­ala. Há­skóli Íslands – Krist­inn Ingvars­son

Á dög­un­um kom út vís­inda­grein í Acta Oncologica sem ber heitið „Imp­lementati­on of lungcancer CT screen­ing in the Nordic countries“. Grein­ina skrifa 15 lækn­ar frá öll­um nor­rænu ríkj­un­um  en þeir velta því upp hvort ekki sé tíma­bært að hefja sam­eig­in­lega skipu­lega leit að lungnakrabba­meini alls staðar á Norður­lönd­un­um. Einn höf­unda grein­ar­inn­ar er Tóm­as Guðbjarts­son, yf­ir­lækn­ir og pró­fess­or á skurðsviði Land­spít­ala, sem hef­ur mikið sinnt lungnakrabba­meins­sjúk­ling­um hér á landi og stundað rann­sókn­ir tengd­ar sjúk­dómn­um.

Lungnakrabba­mein er annað al­geng­asta krabba­meinið hjá báðum kynj­um alls staðar á Norður­lönd­un­um og legg­ur fleiri ein­stak­linga að velli en nokk­urt annað krabba­mein. Ástæðan er sú að ein­kenni geta verið lúmsk og bland­ast við ein­kenni sem tengj­ast langvar­andi reyk­ing­um, eins og hósta og lungna­bólgu. Af þess­um sök­um grein­ist meinið oft seint en við grein­ingu hafa tveir af hverj­um þrem­ur krabba­mein sem hef­ur breitt sér út fyr­ir lungað. Grein­ist meinið fyrr er hins veg­ar hægt að lækna það með skurðaðgerð þar sem hluti lung­ans er num­inn á brott.

Hingað til hef­ur form­leg skimun á lungnakrabba­meini með tölvusneiðmynd­um ekki verið gerð á Norður­lönd­un­um. Margt bend­ir þó til þess að slík skimun geti verið þjóðhags­lega hag­kvæm en mest­ur er ávinn­ing­ur­inn þó hjá þeim ein­stak­ling­un­um sem eiga í hlut og fjöl­skyld­um þeirra. Ný­leg banda­rísk rann­sókn, Nati­onal Lung Screeing Trial (NLST), sem náði til rúm­lega 53 þús. ein­stak­linga sýndi að skimun lækkaði dán­artíðni vegna lungnakrabba­meins­ins um 20% hjá 50-75 ára sjúk­ling­um sem höfðu langa reyk­inga­sögu.

Nokkr­ar aðrar stór­ar rann­sókn­ir eru  í gangi, m.a. í Hollandi og Belg­íu (NEL­SON-stu­dy) og Kaup­manna­höfn, sem virðast gefa sterk­lega til kynna að ávinn­ing­ur sé af skimun. Því hafa ýmis sam­tök lækna, bæði vest­an hafs og aust­an, en einnig trygg­inga­fyr­ir­æki í Banda­ríkj­un­um, mælt með skimun og tekið þátt í að greiða kostnað við hana, seg­ir í til­kynn­ingu.

Í grein lækn­anna fimmtán í Acta Oncologica eru lík­ur leidd­ar að því að skyn­sam­legt gæti verið að taka upp hið fyrsta slíka skimun á Norður­lönd­un­um. Höf­und­ar mæla með að skimun ætti að bjóða öll­um sjúk­ling­um á aldr­in­um 55-80 ára sem hafa reykt í 30 ár, reykja enn eða hættu reyk­ing­um fyr­ir inn­an við 15 árum. 

Æskilegt væri að um samn­or­rænt verk­efni væri að ræða en skimun­inni þó stýrt frá hverju landi fyr­ir sig. Talið er að tæp­lega 10 þús ein­stak­ling­ar kæmu til greina fyr­ir slíka skimun hér á landi en tækja­búnaður er til staðar og aðgengi að tölvusneiðmynd­um mjög gott.

„Í bar­átt­unni við lungnakrabba­mein er reyk­leysi þó mik­il­væg­ast enda talið að rekja megi allt að 90% til­fella beint til reyk­inga. Á Íslandi hef­ur náðst afar góður ár­ang­ur í reyk­inga­vörn­um, ekki síst hjá yngra fólki, en aðeins 11,4% full­orðinna Íslend­inga reykja.

Hlut­fall reyk­inga­manna er óvíða lægra á heimsvísu og  gef­ur fyr­ir­heit um að það eigi eft­ir að draga úr tíðni þessa ill­væga sjúk­dóms í framtíðinni. Fyr­ir þá fjöl­mörgu sem hafa sögu um reyk­ing­ar og eru komn­ir á miðjan ald­ur er skimun öfl­ug­asta leiðin til að greina meinið fyrr og bæta horf­ur sjúk­ling­anna,“ seg­ir enn frem­ur í frétta­til­kynn­ingu.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *