Alþjóðlegur hjartadagur 2017

Alþjóðlegur hjartadagur 2017

 

Alþjóðlegur hjartadagur 2017

 

Alþjóðlegur hjartadagur er haldinn 29. september ár hvert en það er Alþjóðahjartasambandið (World Heart Federation) sem hvetur aðildarfélög sín um allan heim til að halda upp á Hjartadaginn. Á Íslandi sameinast Hjartavernd, Hjartaheill, Neistinn og Heilaheill um að halda daginn hátíðlegan.

 

Ellefta hjartadagshlaupið fer fram laugardaginn 23. september 2017 kl. 10:00 frá Kópavogsvelli. Hlaupið verður 5 og 10 km að venju.

 

Þann 29. september 2017 kl. 17:00 verður hjartagangan – lagt verður af stað frá göngubrúnnum við gömlu rafstöðina í Elliðaárdal og gengið um Elliðaárdalinn undir forystu Hjartaheilla. Gangan er um 4 km að lengd.

 

Heilbrigður lífsstíll er mikilvægasta forvörn gegn hjarta- og æðasjúkdómum – þema hjartadagsins í ár er „Share the Power“.

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *