Alþjóðlegi hjartadagurinn 2017

Alþjóðlegi hjartadagurinn

Alþjóðlegi hjartadagurinn

 

Hjartadagshlaupið fór fram laugardaginn 23. september við erfiðar aðstæður, rok og rigning. Boðið var upp á 5 og 10 km að venju.

 

Sigurvegarar í 10 km voru Ingvar Hjartarson og Hulda Guðný Kjartansdóttir og í 5 km hlaupinu sigruðu Andrea Kolbeinsdóttir og Arnar Pétursson

 

Niðurstöður mælinga úr hlaupinu eru komnar inn á timataka.net og hlaup.is.

 

Hjartadagshlaupið er haldið í tilefni Hjartadagsins sem haldinn er hátíðlegur um heim allan þann 29. september. Heilbrigður lífsstíll er mikilvægasta forvörn gegn hjarta- og æðasjúkdómum og af því tilefni verður efnt til Hjartadagsgöngu þann 29. september kl. 17:00. Lagt verður af stað við gömlu rafstöðina í Elliðarárdal og er þátttaka ókeypis.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *