Rannsóknarstöð Hjartaverndar efnir til landssöfnunar þann 17. nóvember.

landss

landss

Rannsóknarstöð Hjartaverndar efnir til landssöfnunar þann 17. nóvember.

Rannsóknarstöð Hjartaverndar efnir til landssöfnunar þann 17. nóvember. Yfirskrift söfnunarinnar er Finnum fólk í lífshættu og tilefnið er að Hjartavernd hefur þróað nýtt verkfæri eða „viðvörunarkerfi“ sem getur greint æðakölkunarsjúkdóm á frumstigi á mun nákvæmari hátt en hingað til hefur verið mögulegt. Með viðvörunarkerfinu má koma í veg fyrir varanlegar líffæraskemmdir í hjarta og heila sem orsakast að stórum hluta af æðakölkun.  Markmið okkar er að uppræta að miklu leyti ótímabær áföll af völdum hjarta- og æðasjúkdóma á Íslandi. 
Hjarta- og æðasjúkdómar eru helsta ástæða ótímabærra dauðsfalla í íslensku samfélagi.  Rúmlega 200 manns á ári látast hér fyrir aldur fram vegna sjúkdóma í hjarta- og æðakerfi.  Að auki lifa tugir þúsunda einstaklinga með afleiðingar áfalla sem leiða til verulegra skertra lífsgæða.  Með viðeigandi forvarnaraðgerðum hefði verið hægt að koma í veg fyrir mikinn meirihluta þessara áfalla og það væri stór ávinningur fyrir þá einstaklinga sem haldast heilbrigðir fram á efri ár en einnig gríðarlegur sparnaður fyrir heilbrigðiskerfið og samfélagið allt.   
Viðvörunarkerfið er gjöf Hjartaverndar til þjóðarinnar á fimmtíu ára afmæli samtakanna.

Þeir sem hafa hug á að styrkja okkur geta hringt eða sent sms í:

9071502 fyrir 2.000.- kr.

9071505 fyrir 5.000.- kr.

9071508 fyrir 8.000.- kr.

Einnig er hægt að leggja styrktarupphæð beint inn á bankareikning söfnunarinnar  0111-26-4013 kt. 600705-0590

Með kærri þökk

Hjartavernd 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *