
Rannsóknarstöð Hjartaverndar efnir til landssöfnunar þann 17. nóvember. |
Rannsóknarstöð Hjartaverndar efnir til landssöfnunar þann 17. nóvember. Yfirskrift söfnunarinnar er Finnum fólk í lífshættu og tilefnið er að Hjartavernd hefur þróað nýtt verkfæri eða „viðvörunarkerfi“ sem getur greint æðakölkunarsjúkdóm á frumstigi á mun nákvæmari hátt en hingað til hefur verið mögulegt. Með viðvörunarkerfinu má koma í veg fyrir varanlegar líffæraskemmdir í hjarta og heila sem orsakast að stórum hluta af æðakölkun. Markmið okkar er að uppræta að miklu leyti ótímabær áföll af völdum hjarta- og æðasjúkdóma á Íslandi.
Þeir sem hafa hug á að styrkja okkur geta hringt eða sent sms í: 9071502 fyrir 2.000.- kr. 9071505 fyrir 5.000.- kr. 9071508 fyrir 8.000.- kr. Einnig er hægt að leggja styrktarupphæð beint inn á bankareikning söfnunarinnar 0111-26-4013 kt. 600705-0590 Með kærri þökk Hjartavernd |