Ókeypis heilsufarsmæling Hveragerði

SÍBS Líf og heilsa í Hveragerði

SÍBS Líf og heilsa í Hveragerði

 

Íbúum í Hveragerði, Ölfusi, Þorlákshöfn og á Laugarvatni er boðið í ókeypis heilsufarsmælingu í Heilsugæslustöðinni Hveragerði, Breiðmörk 25b fimmtudaginn 23. nóvember kl. 08:00 til 16:00.

 

SÍBS Líf og heilsa er forvarnaverkefni um heilbrigði og lífsstíl þar sem SÍBS ásamt Samtökum sykursjúkra, Hjartaheill og Samtökum lungnasjúklinga bjóða almenningi ókeypis heilsufarsmælingu í samstarfi við heilbrigðisstofnanir og sveitarfélög. Fagfólk frá heilsugæslunni verður á staðnum og veitir ráðgjöf og eftirfylgd.

 

Mældur er blóðþrýstingur, blóðfita, blóðsykur, súrefnismettun og fleira, auk þess sem þátttakendum er boðið að taka þátt í könnun um lífsstíl og heilsufar sem snertir á flestum áhrifaþáttum heilbrigðs lífs.

 

Mælingar á Selfossi, Vík, Kirkjubæjarklaustri, Vestmannaeyjum, Hellu og/eða Hvolsvelli verða eftir áramót.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *