Hver sá sem grennir sig og vill viðhalda því þyngdartapi ætti að gera það með öðrum í hóp frekar en að vinna að því einn. Rannsóknir sýna að þeir sem megra sig í samvinnu við aðra eru nær þrisvar sinni líklegri til að halda kílóunum frá en þeir sem gera það á eigin spýtur. Sama gildir um þá sem vilja hætta að reykja, árangurinn er miklu betri hjá þeim sem hætta að reykja í hóp en hjá þeim sem reyna einir að berjast við tóbaksfíknina. Til að leggja áherslu á mikilvægi samvinnunar er þema Alþjóðlega hjartadagsins í ár „Heilbrigt hjarta með samvinnu".
Hjartaáföll og heilablóðföll eru helsta dánarorskök alls mannkyns og draga til dauða að rúmlega 17 milljónir ár hvert. Á Íslandi hefur tíðni hjarta- og æðasjúkdóma minnkað verulega á síðustu árum en enn er það svo að þeir sem fá hjarta- og æðasjúkdóma er fólk sem enn er í fullu fjöri. Þannig fengu tæplega 300 Íslendingar undir 75 ára aldri kransæðastíflu á árinu 2006. Góðu fréttirnar eru að hægt er að koma í veg fyrir stóran hluta af þeim hjarta- og æðasjúkdómum sem fólk fær með því að stjórna helstu áhættuþáttum. Með því að lækka kólesteról, háþrýsting og blóðsykur, hætta að reykja, venja sig af slæmu mataræði sem einkennist m.a. af of lítilli neyslu á grænmeti og ávöxtum, megra sig og halda kjörþyngd og síðan en ekki síst að standa upp úr sófanum og hreyfa sig reglulega getur hver og einn dregið úr líkunum á því að hann þrói með sér hjartasjúkdóm. Eins og staðan er í dag ná um 60% jarðarbúa ekki því markmiði að hreyfa sig að minnsta kosti 30 mínútur á dag – 60 mínútur hjá börnum.
Hjartadagurinn er haldinn á heimsvísu af rúmlega hundrað aðildarfélögum er haldinn á heimsvísu af rúmlega hundrað aðildarfélögum Alþjóða hjartasamtakanna (World Heart Federation) og er Hjartavernd eitt af þeim. Hjartavernd sem fagnar 40 ára afmæli Rannsóknastöðvarinnar á þessu ári ætlar að halda uppá daginn með veglegum hætti í ár í samstarfi við Hjartaheill, samtök hjartasjúklinga og Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna. Í tilefni dagsins verður opið málþing í Salnum Kópavogi þann 27. september sem hefst klukkan 18:00. Þar munu ýmsir sérfræðingar halda erindi um helstu áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma. Málþingið hefst klukkan 18:00 og þátttaka er ókeypis. Sjá dagskrá.
Sjálfur Hjartadagurinn verður haldinn á Hálsatorgi í Kópavogi, sunnudaginn 30. september. Þar verður í fyrsta sinn hlaupið Hjartadagshlaupið sem er tímamælt hlaup með 3 hlaupalengdum, 3, 5 og 10 km. Auk þess verður Hjartaganga um sögustaði Kópavogs undir leiðsögn Björns Þorsteinssonar. Sjá dagskrá.
Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson mun heiðra Hjartadaginn með þátttöku í göngunni. Á sviði klukkan 13:00 hefst síðan skemmtidagskrá þar sem meðal annars verða veitt verðlaun fyrir Hjartadagshlaupið, Hara systur syngja og persónur úr Söngleiknum Gretti stíga á stokk, Sveppi hefur tekið að sér að vera kynnir.
Þema Hjartadagsins „heilbrigt hjarta með samvinnu" hvetur fólk til að vinna saman að því að skapa heilbrigt samfélag án hjartasjúkdóma, Hornsteinar samfélagsins svo sem fjölskyldan, skólarnir, vinnustaðirnir og félagasamtök stuðli að reyklausu umhvefi, reglubundinni hreyfingu og bættu mataræði. „Börn allt frá tíu ára aldri endurspegla mjög vel þá lífshætti sem viðhafðir eru í fjölskyldum þeirra og rannsóknir sýna að þeir lífshættir sem börn tileinka sér á unga aldri fylgja þeim um ókomna tíð. Því hefjast raunverulegar forvarnir hjarta- og æðasjúkdóma strax í frumbernsku hjá foreldrum, fjölskyldunni og öðrum hornsteinum samfélagsins. Brýnt er er að við gerum okkur grein fyrir því hversu einstakt tækifæri við höfum til að hafa raunveruleg áhrif á framgang hjarta- og æðasjúkdóma" segir Prófessor Shahryr Sheikh, forseti Alþjóða hjartasamtakannna í tilefni dagsins.
Hægt er að lesa um Alþjóðlega hjartadaginn á www.worldheartday.com og á www.hjarta.is Nánari upplýsingar veitir Bylgja Valtýsdóttir upplýsingafulltrúi í síma 535 1854 eða gsm 898 9632